Ungt fólk ræðir um stjórnmál í Mími

maí 2, 2007
Mímir ungmennahús stendur fyrir opnum stjórnmálafundi fyrir ungt fólk fimmtudagskvöldið 3. maí og hefst fundurinn kl 20.30. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkana í kjördæminu verða með stuttar framsögur og svara svo spurningum úr sal að þeim loknum. Þarna gefst gott tækifæri fyrir ungt fólk til þessa að koma skoðunum sínum á framfæri og spyrja fulltrúa flokkana spurninga sem þau varða.
Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur fundur er haldinn í Mími og afar gott framtak hjá Húsráðinu. Ungt fólk er hvatt til að mæta og kynna sér fyrir hvað stjórnmálaflokkarnir standa fyrir. Mikilvægt er að taka afstöðu og nýta sér kosningarétt sinn. Mímir er til húsa að Kveldúlfsgötu 2b í Borgarnesi.
 

Share: