Ungmennaráð

apríl 10, 2019
Featured image for “Ungmennaráð”

Ungmennaráð Borgarbyggðar er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 14 til 25 ára í  sveitarfélaginu í umboði sveitarstjórnar. Ungmennaráð gerir tillögur til sveitarstjórnar um hvert það mál sem ráðið telur tengjast  hagsmunum og aðstæðum ungs fólks. Ráðið fylgist með því að stofnanir Borgarbyggðar vinni með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. Ungmennaráð skal funda með sveitarstjórn Borgarbyggðar í apríl ár hvert. Ráðið kemur á fund sveitarstjórnar á morgun, þann 11. Apríl. Þar fær ráðið tækifæri til að koma áherslum sínum á framfæri við kjörna fulltrúa í sveitarstjórn.


Share: