Frá rokktónleikum |
Unglistahátíð Mímis var haldin dagana 17. – 20. júní s.l. og tókst mjög vel. Ungmennin í félagsmiðstöðinni Mími stóðu fyrir ýmsum menningarviðburðum í gamla mjólkursamlaginu við Skúlagötu. Þau sáu um alla skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.
Ljóst er að húsnæðið hentar vel undir svona viðburði.
Á dagskrá voru m.a. fjöldi tónleika, ungir fatahönnuðir úr Borgarnesi sýndu, leiktæki voru sett upp á laugardeginum, VÍS fulltrúar mættu með árekstrarbílinn og umferðarfræðslu fyrir unga ökumenn og rokktónleikar voru haldnir öll þrjú kvöldin þar sem margar hljómsveitir og plötuþeytar tróðu upp.
Til hamingju ungmenni í Mími með unglistahátíðina ykkar, hún eykur svo sannarlega menningarflóruna.Gaman hefði verið að sjá fleiri íbúa mæta á hátíðina og styrkja þannig ungmennin með nærveru sinni.
ij.