Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2011

október 13, 2011
Formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar, Ragnar Frank Kristjánsson, afhenti umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar á sviðinu í Skallagrímsgarði í Borgarnesi á Sauðamessu kl. 15 í dag,þann 15. október 2011. Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar eru veittar árlega og auglýst er eftir tilnefningum á hverju vori. Umhverfis- og skipulagsnefnd fer yfir tilnefningar og ákveður hverjir hljóta viðurkenningarnar hverju sinni. Að þessu sinni bárust í allt 13 tilnefningar.
Veittar voru viðurkenningar í eftirfarandi flokkum.
1. Myndarlegasta bændabýlið 2011.

2. Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2011.
3. Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 2011.
4. Sérstök viðurkenninn umhverfis- og skipulagsnefndar 2011.
 
Hægt er að sjá hverjir hafa hlotið viðurkenningar núna og undanfarin ár hér á heimasíðunni undir Starfsemi/umhverfismál.
 
Myndir tók: Björg Gunnarsdóttir


Share: