Eins og undanfarin ár verða veittar umhverfisviðurkenningar í fjórum flokkum. Enn sem komið er hefur einungis ein tilnefning borist frá íbúa á skrifstofu sveitarfélagsins á þessu ári. Á næsta fundi umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefndar verður rætt hverjir eiga að hljóta umhverfisviðurkenningarnar að þessu sinni. Til þess að nefndarmenn hafi úr einhverju að moða eru íbúar hvattir til að senda inn tilnefningar um hverjir að þeirra mati skuli hljóta viðurkenningarnar, þrátt fyrir að tímamörk innsendingar samkvæmt auglýsingu sé liðinn.