Fuglalíf að eflast í fólkvangnum Einkunnum

júlí 29, 2014
Fuglalíf hefur verið að eflast í fólkvangnum Einkunnum á undanförnum árum. Smyrill verpti þar annað árið í röð nú í sumar. Auk þess hefur sést til nokkra Rjúpna með unga og til nokkurra uglna í vor. Einnig hefur verið áberandi fjölgun Auðnutittlings. Hrafninn verpti þar lengi vel, en ekki hefur orðið vart við nýtta laupa í klettunum á undanförnum árum. Aðrir fuglar sem umsjónarmenn fólkvangsins hafa orðið varir við eru Álftir, Stokkendur, Brandendur, Toppendur, Himbrimar, Skógarþrestir, Músarindlar, Haförn, Branduglur, Hrossagaukar, Spóar, Heiðlóur, Kríur, Steindeplar, Stelkir, Jaðrakan, Þúfutittlingar, Sílamávar og Kjói.
 

Share: