Umhverfisviðurkenningar 2008

júní 4, 2008
Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2008 verða veittar á Sauðamessu 30. ágúst. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd óskar eftir tilnefningum frá íbúum Borgarbyggðar um hverjir að þeirra mati eigi að hljóta viðurkenningar í eftirfarandi flokkum.
1. Snyrtilegasti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði.
2. Snyrtilegasti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði.
3. Myndarlegasta bændabýlið.
4. Sérstök viðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
 

Share: