umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar fyrir árin 2007 og 2006 verða afhentar við athöfn kl. 16:00 á Hyrnutorgi, í Borgarnesi. Fjöldi tilnefninga bárust árið 2006 og tilnefningarnar fyrir árið 2007 eru vel á fimmta tug. Verðlaun þessi hafa verið veitt á Sauðamessu, en Sauðamessa féll niður í fyrra og því fórst fyrir að afhenda verðlaunin í fyrra og því er brugðið á það ráð núna að veita þau samhliða verðlaununum 2007.
Umhverfisviðurkenningar verða veittar í eftirfarandi flokkum:
Árið 2006 fyrir:
Fallegasta garðinn í Borgarnesi.
Snyrtilegasta býlið í Borgarbyggð
Snyrtilegasta fyrirtækið
Árið 2007 fyrir:
Snyrtilegasta frágang lóðar atvinnuhúsnæðis
Myndarlegasta bændarbýlið
Snyrtilegasta gatan
Fallegasti garðurinn í Borgarbyggð
Lóð atvinnuhúsnæðis sem er í mestri framför frá árinu á undan.
Aukaviðurkenning Lionsklúbbsins Öglu.
Mynd: Björg Gunnarsdóttir