Umhverfisverðlaun í Borgarbyggð

október 11, 2005
Á Sauðamessu voru veitt umhverfisverðlaun sem er samstarfsverkefni Borgarbyggðar og Lionsklúbbsins Öglu. Veittar voru viðurkenningar fyrir fallegt sveitabýli, fallegan garð í Borgarnesi og fallega götu í Borgarnesi.
Það voru félagar í Lionsklúbbnum sem höfðu veg og vanda af því að velja þá sem viðurkenningarnar hlutu, sem var verulega vandasamt verk þar sem mörg býli og margir garðar voru vel að því komnir að hljóta viðurkenningar.
 
Viðurkenningu fyrir fallegt sveitabýli hlutu Svava Finnsdóttir, Þórhildur S. Þorgrímsdóttir og Kristbjörn Jónsson á Bóndhól.
 
Viðurkenningu fyrir fallegan garð hlutu Guðrún Haraldsdóttir og Gísli V. Halldórsson að Böðvarsgötu 23 í Borgarnesi.
 
Íbúar við Borgarvík hlutu viðurkenningu fyrir fallega götu.
 
 
 
 

Share: