Umhverfisfulltrúi hefur störf

september 5, 2006
Nýráðinn umhverfisfulltrúi Borgarbyggðar, Björg Gunnarsdóttir kom til starfa hjá sveitarfélaginu 1. september s.l.
Björg mun hafa aðsetur á skrifstofu Borgarbyggðar í Reykholti, en hún er ráðin í 50% starf hjá Borgarbyggð.
Helstu verkefni umhverfisfulltrúa verða umsjón með náttúru- og gróðurvernd, skógrækt, friðlýsingu svæða og náttúruminja sem og umsjón með verkefnum sem tengjast staðardagskrá 21.
 
 

Share: