Laugardaginn 10. nóvember 2012 verður boðið til gönguferðar um nýlegan göngustíg í Borgarnesi og í framhaldi af henni verða umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar veittar í Landnámssetri.
Gönguferðin hefst kl. 11:00 við Leikskólann Klettaborg í Borgarnesi. Þaðan verður gengið eftir nýlegum göngustíg yfir í Þórðargötu, meðfram kirkjugarðinum að Kveldúlfsgötu, þaðan með Borgarvoginum að Kjartansgötu. Síðan verður gengið niður á íþróttasvæðið og á endurbættum göngustíg fyrir Vesturnesið að Landnámssetri.
Að göngu lokinni verður boðið upp á kaffi á Söguloftinu í Landnámssetri þar sem umhverfisviðurkenninar Borgarbyggðar fyrir árið 2012 verða afhentar. Viðurkenningar verða veittar í eftirfarandi flokkum:
1. Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði.
2. Besti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði.
3. Snyrtilegasta bændabýlið.
4. Sérstök viðurkenning umhverfis- og skipulagsnefndar.
Allir velkomnir
Borgarbyggð