Umhverfisátak í Borgarbyggð haustið 2021

september 9, 2021
Featured image for “Umhverfisátak í Borgarbyggð haustið 2021”

Endurvinnslufyrirtækið Hringrás veitir Borgarbyggð aðstoð í hreinsunarátaki í dreifbýli haustið 2021. Fyrirtækið ætlar að útvega gáma undir brotajárn, íbúum að kostnaðarlausu.

Efni sem heimilt er að setja í gáma er eftirfarandi:

  • Bílflök og annað almennt brotajárn.
  • Ryðfrítt stál og ál
  • Rafgeymar
  • Rafmótorar
  • Hjólbarðar

Fyrirhugað er að staðsetja opna gáma þar sem óskað er eftir þeim og fjarlægja þegar þeir hafa verið lestaðir. Gott væri að fá upplýsingar um magn efnis á hverjum stað til að meta stærð gáma sem komið verður með. Í boði eru þrjár stærðir; 20, 30 og 35 m3. Ef óskað er aðstoðar kranabíls er nauðsynlegt að fá upplýsingar um slíkt.

Almennt er gert ráð fyrir að ekki líði nema einn dagur frá því að komið er með gám og þar til hann er fjarlægður.

Frekari upplýsingar um átakið veita Bjarni Viðarsson í síma 660-6924 og Hafþór Ægir Þórsson í síma 660-8916.

Borgarbyggð tekur við beiðnum um þjónustu á heimasíðunni www.borgarbyggd.is, í síma 433 7100 eða á póstfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is

Frestur til að senda pöntun til 15. október 2021.

 


Share: