Vinnusmiðja um umhverfisvæna og landbúnaðartengda ferðaþjónustu verður í Skemmunni á Hvanneyri þriðjudaginn 21. september næstkomandi og hefst kl. 13.00. Meðal fyrirlesara verða Ragnhildur Sigurðardóttir lektor við LBHÍ, Þorsteinn Guðmundsson prófessor við LBHÍ, Gísli Einarsson fréttamaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir ferðaþjónustubóndi, Áskell Þórisson útgáfu og kynningarstjóri LBHÍ og Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir aðjúnkt við Háskólann á Hólum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sjá auglýsingu hér