Umhirða trjáa

apríl 9, 2019
Featured image for “Umhirða trjáa”

Þessa dagana er unnið að trjáfellingum og klippingum í bæjarlandinu. Í Skallagrímsgarði verða tré sem standa við Skallagrímsgötu snyrt til og þau tré sem eru illa farin, eða standa of þétt verða fjarlægð. Með þessari aðgerð er opnað fyrir birtu inn í garðinn sem bætir lífsskilyrði gróðurs í garðinum. Það er Øyvind Kulseng skógarhöggssérfræðingur frá Hvanneyri sem sinnir verkinu undir stjórn Umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar.


Share: