Umfjöllun um skólahreysti – leiðrétting

apríl 7, 2015
Í nýútkomnu fréttabréfi Borgarbyggðar er grein um gott gengi Grunnskólans í Borgarnesi í undankeppni skólahreysti. Þar kemur fram að lið skólans náði 3. sæti, það sé besti árangur skólans í keppninni og fyrsta skipti sem lið skólans stendur á verðlaunapalli.
Þetta er ekki alveg rétt því Grunnskólinn í Borgarnesi hefur einu sinni áður verið í 3. sæti. Það var árið 2010 og fékk lið skólans 43,5 stig sem aðeins betri árangur en lið skólans náði í ár (35 stig). Það voru þau Alexander Gabríel, Hera Hlín Svansdóttir, Díana Brá Bragadóttir og Hjalti Þorleifsson sem kepptu fyrir hönd skólans árið 2010 og Anna Dóra fyrrverandi kennari við skólann þjálfaði liðið.
 
 
 

Share: