Í nýútkomnu fréttabréfi Borgarbyggðar er grein um gott gengi Grunnskólans í Borgarnesi í undankeppni skólahreysti. Þar kemur fram að lið skólans náði 3. sæti, það sé besti árangur skólans í keppninni og fyrsta skipti sem lið skólans stendur á verðlaunapalli.
Þetta er ekki alveg rétt því Grunnskólinn í Borgarnesi hefur einu sinni áður verið í 3. sæti. Það var árið 2010 og fékk lið skólans 43,5 stig sem aðeins betri árangur en lið skólans náði í ár (35 stig). Það voru þau Alexander Gabríel, Hera Hlín Svansdóttir, Díana Brá Bragadóttir og Hjalti Þorleifsson sem kepptu fyrir hönd skólans árið 2010 og Anna Dóra fyrrverandi kennari við skólann þjálfaði liðið.