Umfjöllun um Tónlistarskóla Borgarfjarðar í þættinum Sögur af landi

september 30, 2022
Featured image for “Umfjöllun um Tónlistarskóla Borgarfjarðar í þættinum Sögur af landi”

Á vel sóttri ráðstefnu tónlistarkennara í Hörpu nýverið sló einn fyrirlesara fram þessari kröfu: Stúdíó í alla tónlistarskóla!

Tónlistarskóli Borgarfjarða er í hópi þeirra tónlistarskóla sem hafa sett upp stúdíó og er það vinna sem má svo sannarlega hreykja sig af. Um er að ræða verkefni sem er nýtt af nálinni hjá skólanum og er enn verið að hugmyndir um notkun þess. Skólinn vill sjá nemendur smám saman líta á það sem mjög eðlilegan hlut að vinna upptökur af eigin efni og annarra með félögum sínum og einnig að þeir hanni hljóðumhverfi og smíði eigin tónlist í tölvu. Skólinn vill einnig mæta áhuga og getu eldri nemenda með þessari aðstöðu og opna leið inn í tónlistarnámið fyrir þá sem ekki hafa lært á hljóðfæri sem börn. Hljóðfærakunnátta er þó auðvitað oft mikill stuðningur fyrir hvern og einn þegar kemur að því að vinna tónlist.

Líkt og fyrr segir fór skólinn af stað með tilraunaáfangann Stúdíóið sem hljóðfæri á haustdögum og kennir Árni Freyr Jónsson tónlistarmaður og kennari áfangann. Á dögunum var tekið viðtal við Árna Frey í þættinum Sögur af landi á vegum RÚV.

Hér má nálgast hlekk inn á þáttinn,viðtalið við Árna Frey hefst á u.þ.b. 22 mínútu þáttarins.

Fleira spennandi má heyra í þessum þætti um markverða hluti í Borgarbyggð og víðar.


Share: