Ugluklettur 10 ára

október 24, 2017
Featured image for “Ugluklettur 10 ára”

Síðastliðinn föstudag, 20. október varð leikskólinn Ugluklettur 10 ára. Dagurinn var haldinn hátíðlegur og sáu börnin um skipulagningu veisluhaldanna.  Haldinn var fundur á sal þar sem börnin ákváðu í sameiningu hvað ætti að gera og hvað ætti að bjóða uppá.  Hluti af því sem átti að gera var að skúra gólf, skreyta loftin, fá diskókúlu og halda ball.  Í hádeginu átti að vera kjöt og eftirmatur og svo átti að bjóða upp á köku fyrir gestina. Boðskortið var útbúið og þar stóð meðal annar að allir ættu að vera kurteisir og koma í fínum fötum.   Í stuttu máli gekk dagurinn eins og best verður á kosið. Húsið fylltist af gestum og allir voru í sínu fínasta pússi. Börn og starfsfólk þakka öllum þeim sem komu í heimsókn og glöddust með okkur á þessum stóra degi.


Share: