Tvær lausar stöður við leikskólann Ugluklett

apríl 21, 2021
Featured image for “Tvær lausar stöður við leikskólann Ugluklett”

Leikskólinn Ugluklettur Borgarnesi auglýsir tvær stöður, stöðu sérkennslustjóra og stöðu deildarstjóra lausa til umsóknar.

Í Uglukletti byggir leikskólastarfið á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði þar sem meðal annars er horft til hugmynda Mihaly Csikszentmihalyi um flæði auk kenninga um sjálfræði barna. Eitt af markmiðum Uglukletts er að undirbúa börnin undir framtíð, sem enginn veit hvað ber í skauti sér. Af þeim sökum leggjum við megin áherslu á að efla félagslega hæfni, frumkvæði og sjálfræði barna. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans http://ugluklettur.leikskolinn.is/. 

Sérkennslustjóri

starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er eiga við, aðalnámskrá leikskóla og stefnu sveitafélagsins.

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ

  • Skipulagning, framkvæmd og endurmat sérkennslu í leikskólanum
  • Frumgreiningar
  • Ráðgjöf til starfsmanna
  • Miðlun upplýsinga til foreldra og starfsmanna leikskóla
  • Umsjón námsgagna
  • Gerð einstaklingsnámskráa
  • Ráðgjöf og samvinna við foreldra
  • Fundir og viðtöl vegna sérkennslumála
  • Þátttaka í stjórnendateymi leikskólans
  • Sér um samskipti við skólaþjónustu

MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR

  • Leyfisbréf til kennslu

    • Framhaldsmenntun og reynsla á sviði sérkennslu æskileg
    • Sterk fagleg sýn
    • Reynsla og hæfni í starfi
    • Jákvæðni, frumkvæði, áhugi og metnaður
    • Góð færni í mannlegum samskiptum
    • Sjálfstæði í vinnubrögðum
    • Góð íslenskukunnátta.

Deildarstjóri

starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu sveitafélagsins.

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.:

  • Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni
  • Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar
  • Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá
  • Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu

MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR

  • Leyfisbréf til kennslu
  • Sterk fagleg sýn
  • Reynsla og hæfni í starfi
  • Jákvæðni, frumkvæði, áhugi og metnaður
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta.

FREKARI UPPLÝSINGAR UM STÖRFIN:

Vinnutími: dagvinna

Starfshlutfall: 100%

Umsóknarfrestur: 5. maí n.k.

Umsókn skal senda á netfangið: atvinna@borgarbyggd.is. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

Starfslýsing sérkennslustjóra og deildarstjóra má sjá hér:  https://www.ki.is/kjaramal-og-styrkir/kjarasamningar/felag-leikskolakennara/

Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillit til kyns eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Gísladóttir leikskólastjóri í síma 4337150.

 


Share: