Tré ársins 2008

september 3, 2008
Á hverju ári velur Skógræktarfélag Íslands tré ársins og veitir eigenda þess viðurkenningu. Að þessu sinni varð fyrir valinu Purpurahlynur í Borgarnesi að Borgarbraut 27. Purpurahlynur er ein tegund Garðahlyns. Einkennandi fyrir hann er rauðbrúnn litur á neðra borði laufblaðanna. Hlynurinn er eilítið eldri en kom hér fram á heimasíðunni áður, en hann er rúmlega 80 ára en ekki 60 eins og sagt var. Á milli 60 og 70 manns mættu á hátíðardagskrá við tréð og í Skallagrímsgarði af þessu tilefni. Sjá má frétt frá hátíðardagskrá á m.a. heimasíðu Skógræktarfélags Íslands og Skessuhornsins.
Þrjár fyrstu myndirnar eru teknar af Ragnhildi Freysteinsdóttur en hinar af Þórarni Svavarssyni.

Share: