Hefð er fyrir því að nemendur og kennarar tónlistarskólanna á Vesturlandi hittist eina helgi á ári til að vinna saman. Í framhaldinu hafa verið haldnir TónVest tónleikar. Fyrirkomulag TónVest verður með breyttu sniði þetta árið því hleypt hefur verið af stokkunum tilraunaverkefni sem notið hefur stuðnings Menningarráðs Vesturlands. Mynduð var hljómsveit með því að safna saman völdum nemendum úr hverjum tónlistarskóla á Vesturlandi. Hljómsveitin var alla síðustu helgi, 29. febrúar til 2. mars, í æfingabúðum í Grundarfirði. Einir af tónleikum hljómsveitarinnar verða í Borgarneskirkju sunnudaginn 9. mars kl. 17:00. Sjá hér fréttatilkynningu.