Tónlistarveisla helgarinnar

nóvember 16, 2007
Borgfirðingar hafa úr mörgum tónlistarviðburðum að velja um helgina án þess að þurfa að fara langt yfir lækinn til að sækja þá. Þar má nefna tónleika hljómsveitarinnar ,,Fimm í Tangó”, Rökkurkórsins úr Skagafirði og Fífilbrekkuhópsins. Valið verður erfitt því allir tónleikarnir eru á sama tíma. Þessum þrennum tónleikum er lýst frekar hér fyrir neðan.
Fimm í Tangó.
Haldnir í Landnámssetrinu í Borgarnesi kl. 16 sunnudaginn 18. nóvember.
Finnsk tangótónlist er í sérstöku uppáhaldi hjá hljómsveitarmeðlimum Fimm í Tangó. Tatu Kantomaa harmóníkuleikari hefur útsett lög fyrir Fimm í Tangó, sem og Haraldur V. Sveinbjörnsson sem einnig hefur samið tangó sérstaklega fyrir hópinn.
Meðlimir Fimm í Tangó eru Ágúst Ólafsson söngvari, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Íris Dögg Gísladóttir fiðluleikari, Kristín Lárusdóttir sellóleikari og Tatu Kantomaa harmóníkuleikari.
Rökkurkórinn úr Skagafirði
Haldnir í Logalandi í Reykholtsdal kl. 16 sunnudaginn 18. nóvember.
Sönstjóri kórsins er Sveinn Sigurbjörnsson. Undirleikari er Thomas Higgerson og einsöng syngur Valborg Hjálmarsdóttir.
Fífilbrekkuhópurinn
Haldnir í Reykholtskirkju kl. 16 sunnudaginn 18. nóvember.
Þeir eru á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar
Fífilbrekka, gróin grund….
Dagskrá með lögum Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar
Hallgrímssonar á tvöhundruðasta afmælisári skáldsins.
Söngbók Atla Heimis telur nú 26 lög og mun Fífilbrekkuhópurinn blaða í
gegnum hana alla á tónleikunum í Reyholtskirkju. Hópnum til fulltingis er Arnar Jónsson leikari sem tengir lögin lífsferli Jónasar.
Í bakgrunni verða ljósmyndir Þorgerðar Gunnarsdóttur og aðrar myndir frá slóðum skáldsins sem hún hefur valið.
Jónas sendi Dalvísu til Fjölnisfélagsins í Kaupmannahöfn í janúar 1844.
Á uppkastið skrifaði Jónas meðal annars: „Ég ætl´að biðj ukkur um að láta búa til fallegt lag, ekki of dýrt við vísuna mína“ og í hreinritinu stendur: „Það er annars ógjörningur að eiga ekki lög til að kveða þess konar vísur undir; svona komast þær aldrei inn hjá alþýðu“.
Flytjendur eru:
Arnar Jónsson, leikari
Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran
Eyjólfur Eyjólfsson, tenór
Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla
Sigurður Ingvi Snorrason, klarínetta
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
Hávarður Tryggvason, kontrabassi.
Mynd með frétt sýnir hljómsveitina Fimm í tangó
 

Share: