Tónlistarskólinn hefur starfsemi skólaárið 2020 – 2021

ágúst 14, 2020
Featured image for “Tónlistarskólinn hefur starfsemi skólaárið 2020 – 2021”

Skólastarfið í Tónlistarskólanum hefst mánudaginn 24. ágúst næstkomandi með stundatöflugerð. Formleg kennsla hefst daginn eftir, 25. ágúst.

Fréttabréf Tónlistarskólans er komið út og inniheldur helstu upplýsingar um nám sem stendur nemendum til boða í vetur. Nálgast má fréttabréfið hér

Tónlistarskólinn getur tekið við nokkrum nýjum nemendum á flest hljóðfæri og í söng. Áhugasömum er bent á að sækja um með því að hafa samband við skólastjóra í síma 433-7190 / 864-2539 eða senda tölvupóst á netfangið tonlistarskoli@borgarbyggd.is

Hér má finna umsóknareyðublað

Allar frekari upplýsingar veitir skólastjóri.


Share: