Tónlistarskóli Borgarfjarðar fertugur á morgun.

september 6, 2007
Tónlistarskóli Borgarfjarðar verður 40 ára föstudaginn 7. september.
Í tilefni dagsins verður opið hús í skólanum að Borgarbraut 23, Borgarnesi, frá kl. 14-18.
Gestum er velkomið að fylgjast með kennslu, ganga um skólahúsnæðið og fá upplýsingar um starfið. Það verður kaffi á könnunni og gestum boðið að taka lagið. Öllum velkomið að líta við! Þetta er fyrsti atburðurinn í vetur í tengslum við afmælið, en til stendur að fagna afmælinu með ýmsum hætti. Í október eru fyrirhugaðir afmælistónleikar og eftir áramótin verður sett upp óperettan Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss er meðal þess sem verður á döfinni hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar í vetur.

Share: