Námsráðgjafi við grunnskóla Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar

september 5, 2007
Elín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin
námsráðgjafi við grunnskóla Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar.
Elín hefur aðstöðu í Ráðhúsi Borgarbyggðar en mun flytja sig í húsnæði Menntaskólans þegar það verður tilbúið. Þrjá daga í viku fer hún á milli grunnskólanna og sinnir störfum sínum og einn dag í viku er hún á skrifstofu Borgarbyggðar.
Hægt er að panta tíma hjá Elínu í Ráðhúsi Borgarbyggðar milli kl. 9:00 og 15:00 alla virka daga í síma 433 7100.

Share: