Tónlistarskólastarfið fer vel af stað

september 4, 2014
Ragnheiður og Ólafur frá Þorgautsstöðum
Tónlistarskóli Borgarfjarðar fór vel af stað í haust, aðsóknin er góð er er skólinn fullsetinn. Kennsla hófst mánudaginn 25. ágúst síðastliðinn.
Flestir nemendur eru í píanónámi, en einnig er forskóladeild við skólann, kennt á gítar, fiðlu, blásturshljóðfæri og trommur meðal annars. Einnig er söngkennsla fyrir bæði börn og fullorðna. Kennarar við skólann eru 10 í vetur og nemendur um 180 talsins.
Starfið verður fjölbreytt í vetur, nemendur heimsækja eldri borgara, samspil verður í þemavikunni í lok október og nemendur stefna á að spila og syngja í fyrirtækjum fyrir jólin líkt og síðastliðið ár.
 

Share: