Tónlistar- og dansdagur í Laugargerðisskóla

apríl 17, 2007
Á morgun, miðvikudaginn 18. apríl, verður Tónlistar- og dansdagur í Laugargerðisskóla. Strax eftir hádegi verður byrjað í íþróttahúsinu þar sem Ásrún Kristjánsdóttir danskennari verður með danssýningu hjá öllum nemendum. Síðan verður haldið í skólann sjálfan og Steinunn Pálsdóttir tónlistarkennari verður þar með tónlistardag þar sem allir þeir nemendur (næstum allir) sem eru í tónlist koma fram.
Að lokinni dagskrá verður kaffi og vöfflusala nemenda.
 

Share: