Tónlistarkennarar sóttu Vínarborg heim

nóvember 29, 2012
Kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar fóru í námsferð til Vínarborgar í Austurríki núna í nóvember.
Kennararnir heimsóttu Tónlistarháskóla Vínarborgar / Universität für Musik und darstellende Kunst, kynntu sér Kennaradeildina og eyddu þar einum degi. Var sérlega vel tekið á móti þeim þar, þeir fengu að upplifa kennslustundir og taka þátt í þeim. Dagurinn byrjaði á fyrirlestri um skólann , síðan var gengið um höfuðstöðvar Kennaradeildarinnar sem er með aðsetur í gömlu munkaklaustri, falleg bygging með sögu. Eftir það skiptu kennararnir sér niður á kennslustundirnar, píanókennararnir fylgdust með píanókennslu í klassískum píanóleik, popptónlist og tóku þátt í samspilskennslu. Gítarkennarar og blásarakennari fylgdust með bæði klassískri kennslu og popptónlist auk þess að taka þátt í rythmakennslustund. Söngkennarar fengu fyrirlestur um fræði í barnasöngkennslu og unglinga-söngkennslu, mjög fróðlegt, og síðan var fylgst með söngkennslu. Kennararnir voru sammála um að þetta hafi verið sérstaklega fróðlegt og skemmtileg heimsókn í Tónlistarháskólann í hinni miklu tónlistarborg.
 
Eitt og annað var skoðað og upplifað í borginni, farið á tónleika í sumarhöll keisarans í Schönbrunn, farið var á kirkjutónleika, í Vínaróperuna og hin ýmsu söfn, meðal annars í Hofburg, þar sem aðsetur keisarafjölskyldunnar svo og heimili Mozarts.
Ferðin var sérlega vel heppnuð og og lærdómsrík og voru allir glaðir og ánægðir með þessa námsferð.
 

Share: