Tónlistarkennarar á leið til Póllands

júlí 6, 2011
Kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar halda til Póllands laugardaginn 9. júlí. Þeir munu halda tónleika á listahátíð í bænum Lanckorona mánudaginn 11. júlí. Þar verða flutt íslensk þjóðlög, sönglög og verk eftir fjóra af kennurum skólans. Einnig munu kennararnir fara á námskeið og fyrirlestra tengda menningu. Þetta er menningartengt samstarf milli Íslands og Póllands, styrkt af Evrópska efnahagssvæðinu. Í júní komu nokkrir pólverjar í heimsókn í Borgarnes og héldu m.a. fyrirlestur í skólanum. Þetta er skemmtilegt samstarf sem kennararnir vona að komið sé til að vera.
 
 

Share: