Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Borgarnesi

september 27, 2004
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tvenna tónleika í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi fimmtudaginn 30. september næstkomandi.
Barnatónleikar verða klukkan 15:00.
Frír aðgangur er fyrir öll börn upp að 16 ára aldri í boði Sinfóníuhljómsveitarinnar, Borgarbyggðar og Sparisjóðs Mýrasýslu.
Á efnisskrá eru Þrumur og eldingar eftir Johan Strauss, Pétur og úlfurinn eftir Sergej Prókofíev og kvikmyndatónlist eftir John Williams. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson.
Almennir tónleikar verða klukkan 20:00.
Á efnisskrá eru Egmont, forleikur eftir Ludwig van Beethoven, Konsert fyrir klarinett og hljómsveit eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Jägerkor úr Der Freischütz eftir Carl Maria von Weber, Landkjending eftir Edvard Grieg, Hraustir menn eftir Sigmund Romberg og kvikmyndatónlist eftir John Williams (Jurassic Park, Schindler’s List og Star Wars).
Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinsson, einleikari er Einar Jóhannesson og Söngbræður syngja.
Forsala aðgöngumiða er á bæjarskrifstofunni í Borgarnesi frá mánudegi til fimmtudags, klukkan 9:00 – 15:00. Miðaverð er 2000 krónur en börn 16 ára og yngri borga 1000 krónur.
 

Share: