Tónleikar í Reykholtskirkju

júní 3, 2010
Lise Hanskov
Sunnudaginn 6. júní verður Horsholm kórinn frá Danmörku á ferð í Reykholti. Kórinn mun syngja með í guðsþjónustu sem hefst kl. 14.00 og kl. 16.00 heldur kórinn tónleika í kirkjunni.
Þetta er um 30 manna kór sem syngur bæði kirkjulega tónlist og eins danska söngva, sem flestir þekkja úr Íslenska söngvasafninu. Stjórnandi kórsins er Lise Hanskov sem er einn af fremstu organistum Dana. Hún er organisti í Rungsted Kirke og hefur haldið marga tónleika á orgel og píanó.
Undirleikari með kórnum verður Örn Magnússon, dómorganisti og einn kórfélaga er Borgfirðingurinn Böðvar Guðmundsson sem sungið hefur með kórnum um árabil.
 

Share: