Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Safnahúss Borgarfjarðar hafa um nokkurra ára skeið staðið fyrir fjölsóttum tónleikum á sumardaginn fyrsta undir vinnuheitinu Að vera skáld og skapa. Í ár var viðgangsefnið ljóð eftir Þorstein frá Hamri og hefur verkefnið verið í undirbúningi frá því snemma í vetur. Vegna samkomubannsins hefur nú verið ákveðið að fresta tónleikunum um eitt ár og verður því ljóðasafn Þorsteins einnig viðfangsefni næsta skólaárs. Uppskerutónleikarnir verða haldnir 22. apríl 2021.
Nánar um verkefnið: Tónlistarskólinn og Safnahúsið hafa á undanförnum árum unnið saman að því að hvetja ungt fólk til að semja tónlist við borgfirsk ljóð. Verkefnið fer þannig fram að í Safnahúsi er unnið að vali efnis, gjarnan í samvinnu við viðkomandi skáld eða fjölskyldu þess. Síðan er ljóðahefti útbúið sem nemendur velja sér texta úr til að semja lög við undir handleiðslu kennara sinna. Ennfremur ákveða höfundar flutningsmátann og frumflytja verkin á opnum tónleikum í Safnahúsi á sumardaginn fyrsta. Verkefnið byggir á ákvæði í menningarstefnu Borgarbyggðar um frumkvæði, sköpun og menningararf og hefur hlotið afar góðar undirtektir.
Ljósmynd: Nokkrir helstu aðstandendur tónleikanna í fyrra ásamt Böðvari Guðmundssyni en ljóð eftir hann lágu á til grundvallar þá enda átti hann áttræðisafmæli í upphafi ársins.