Tólf mánaða á Hraunborg og Andabæ

ágúst 21, 2014
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að lækka inntökualdur barna á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri og leikskólanum Hraunborg á Bifröst. Frá og með 1. ágúst gátu skólarnir því tekið inn börn frá 12 mánaða aldri.
Ákvörðun um að taka ínn ársgömul börn hefur fengið mjög góðar viðtökur. Þrjár umsóknir um leikskólapláss eru nú þegar komnar um pláss í Hraunborg á Bifröst og átta umsóknir í Andabæ á Hvanneyri.
 
 

Share: