Tíunda landnámsvarðan rís í Borgarbyggð

maí 28, 2008
Hafin er hleðsla á 10. landnámsvörðunni í Borgarbyggð. Það eru þeir Ari Jóhannesson og Kristinn Arason sem sjá um að hlaða hana. Tíunda varðan er staðsett á Syðri-Einkunn í fólkvangnum Einkunnum. Varðan verður afhjúpuð á útivistardegi Borgarbyggðar, sem verður 7. júní. Landnámsvörðurnar tíu eru staðsettar á helstu sögustöðum Egils sögu. Þær eru eftirfarandi eins og segir á heimasíðu Landnámsetursins:
1. Við brúarsporðinn út í Brákarey
2. Við Skallagrímsgarð
3. Við Granastaði
4. Á hamrinum ofan við Borg á Mýrum
5. Við Rauðanes
6. Við Álftanes
7. Við Grímshóla
8. Við Hvítárvöllum
9. Við Ánabrekku
10. Í fólkvangnum Einkunnum
 
Myndir: Hilmar Már Arason.

Share: