Tímabundin lokun Skallagrímsgötu

febrúar 10, 2010
Frá framkvæmdasviði Borgarbyggðar:
Eins og vegfarendur hafa orðið varir við og tilkynnt var íbúum Skallagrímsgötu í síðustu viku, hefur götunni verið lokað tímabundið vegna vinnu við fráveitulagnir. Reiknað er með að lagnavinna standi yfir í u.þ.b. einn mánuð og verði lokið 8. mars n.k. og þá verði unnt að hleypa umferð aftur á götuna. Malbikun og endanlegum frágangi verði hinsvegar lokið í vor.
Verktaki er Ístak en verkið er unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi tímabundna ráðstöfun hefur óhjákvæmilega í för með sér fyrir íbúa og rekstraraðila svæðisins.
 
 

Share: