Tilkynning frá Ungmennafélaginu Skallagrími

apríl 30, 2009
Tilkynning vegna fyrirhugaðs átaks í öflun félagsmanna og leiðréttingar á félagaskrá Skallagríms.
Ungmennafélagið Skallagrímur er félag sem samanstendur af 6 deildum, badmintondeild, frjálsíþróttadeild, körfuknattleiksdeild, knattspyrnudeild, sunddeild og leikdeild.
Markmið félagsins eru að vekja löngun félagsmanna til þess að stunda líkamsrækt og alhliða íþróttaiðkun, auka áhuga á hverskonar félags- og tómstundastarfi, vernda þjóðlega menningu og hvetja félagsmenn til að vinna að frelsi fyrir sig og aðra.
Til að ná markmiðum sínum stendur félagið fyrir námskeiðum, íþróttaæfingum og félagsstarfi.
Félagið hefur ekki innheimt félagsgjöld síðan 2002 og þaðan af síður endurnýjað félagatalið.
Ákveðið hefur verið að gera bragabót á því og bjóða einstaklingum og fjölskyldum að gerast félagar í Skallagrími. Á næstu dögum munu félagar í Skallagrími ganga í hús og bjóða íbúum í Borgarnesi að gerast félagar.
Félagsgjaldið er 1000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir þá sem eru 7- 16 ára og 500 kr fyrir 67 ára og eldri Gjaldið verður þó aldrei meira en 3000 kr. á fjölskyldu.
Ef þú þekkir einhvern burtfluttan Borgnesing sem vænt þykir um félagið og vill gerast félagsmaður má hinn sami hafa samband við stjórn Skallagríms á netfangið skallagrimur@skallagrimur.is Einnig verður hægt að skrá sig á heimasíðu Skallagríms www.skallagrimur.is
Aðalstjórn Skallagríms
 

Share: