Aðalfundur Samfés haldinn í Reykholti Borgarfirði

apríl 29, 2009

Bjarni, Heiðrún, Lúðvík, Sissi og Atli í Reykholti
Aðalfundur Samfés samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi var haldinn í Reykholti Borgarfirði fimmtudaginn 16. apríl s.l.
 
Um 70 – 80 fulltrúar úr félagsmiðstöðvum landsins mættu en félagsmiðstöðvar innan samtakanna eru nú rúmlega hundrað talsins.
 
 

Miklar og fjörugar umræður voru á fundinum að vanda og ljóst að Samfés eins og önnur félög í dag þurfa að gæta aðhalds í fjármálum á breyttum tímum.
Kosin var ný stjórn og samþykkt að fækka í stjórn úr sjö manns í fimm.
 
Nýja stjórn skipa:
Formaður: Helgi Eiríksson Miðbergi
Varaformaður: Haraldur Sigurðsson Kringlumýri
Gjaldkeri: Gunnar E Sigurbjörnsson Nagyn
Ritari: Nilsína L Einarsdóttir Selinu
Meðstjórnandi: Steingerður Kristjánsdóttir ÍTR
Varamenn:
Árni Gísli Brynleifsson Friði
Hera Sigurðardóttir Tónabæ
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir Friði
 
Á fundinum var ungmennaráði Samfés veitt formleg innganga á aðalfund félagsins með tillögu og atkvæðarétt sem er góð viðbót við ungmennalýðræðið sem í samtökunum á að vera.
 
ij.
 

Share: