Tilkynning frá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi

janúar 6, 2009
Námsvísir vorannar hefur komið inn um lúguna um þetta leyti, en brugðið verður út af vananum í þetta sinn. Ástæðan er sú að Símenntunarmiðstöðin á 10 ára afmæli á þessu ári eða 19. febrúar nk.
Af því tilefni hefur stjórn stofnunarinnar skipað afmælisnefnd sem mun vinna að veglegu afmælisblaði sem verður gefið út á vormánuðum. Einnig er fyrirhugað að halda upp á þessi tímamót með ýmsu móti sem mun vara allt afmælisárið.
 
Námskeið vorannar verða birt á vefnum okkar www.simenntun.is og einnig munu námskeið verða auglýst í staðarmiðlum og með öðrum hætti jafnt og þétt alla vorönnina.
Við vonum að þetta valdi ekki óþægindum og hlökkum til að vinna áfram að því að byggja upp öfluga stofnun á sviði sí- og endurmenntunar á Vesturlandi.
Ef þú hefur ósk um námskeið eða ábendingar um bætta þjónustu þá sendu endilega póst á simenntun@simenntun.is eða hringdu í okkur í síma 437-2390.
Með afmæliskveðjum,
Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri
 

Share: