Í ljósi upplýsinga frá yfirvöldum í dag, 13. mars verður samkomubann sett á Íslandi og tekur gildi 16. mars næstkomandi.
Í því felst að loka meðal annars háskólum og framhaldsskólum í fjórar vikur og setja takmarkanir á skólahald í leik- og grunnskólum landsins. Sveitarstjórnarstigi hefur verið falið að útfæra skólahald í leik- og grunnskólum í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra.
Viðbragðsreymi Borgarbyggðar verður í sambandi við aðgerðarstjórn Vesturlands og verður óformlegur fundur í byggðarráði kl. 14:00 í dag þar sem ástandið verður metið og næstu skref ákveðin.
Frekari upplýsingar má vænta seinna í dag