Þriðjudaginn 15. september n.k. hefst á ný vinna við fráveitulagnir í Borgarbraut. Um er að ræða kaflann frá gatnamótum við Böðvarsgötu/Þorsteinsgötu og að gatnamótum við Skallagrímsgötu en reiknað er með að vinna við þennan verkhluta standi yfir næstu 9 vikur.
Vegna framkvæmdanna verður þessi hluti Borgarbrautar lokaður fyrir bílaumferð en umferð þess í stað beint um hjáleið um Skallagrímsgötu og Þorsteinsgötu frá og með þriðjudeginum 15. september n.k.
Gatnamót Böðvarsgötu og Borgarbrautar verða lokuð næstu tvær vikur frá og með þriðjudeginum 15. september n.k., en verða síðan aftur opnuð að þeim tíma liðnum.
Athygli er vakin á því að bannað verður að leggja bílum á Skallagrímsgötu og Þorsteinsgötu þann tíma sem gatan verður notuð sem hjáleið auk þess sem hámarkshraði verður lækkaður niður í 15 km/klst.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi tímabundna ráðstöfun hefur óhjákvæmilega í för með sér fyrir íbúa svæðisins.
Framkvæmdasvið Borgarbyggðar