Þróunaráætlun Borgarbyggðar fyrir 21. öldina

desember 18, 2007
Umhverfisnefnd Borgarbyggðar hefur verið að vinna að endurskoðun staðardagskrár 21 fyrir sveitarfélagið. Fyrir sameiningu sveitarfélaganna fjögurra vorið 2006 var til staðardagskráráætlun fyrir gömlu Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit en ekki fyrir Hvítársíðu og Kolbeinsstaðarhrepp.
Vegna endurskoðunarinnar var vinnuskjal sent til allra nefnda sveitarfélagsins í ágúst þar sem nefndarmenn voru beðnir að punkta niður eða skrifa um framtíðarsýn sína fyrir næstu 93 árin þ.e. út 21 öldina og/eða aðrar hugmyndir og skoðanir sínar á þeim málaflokkum sem heyra undir þeirra nefndir. Nefndirnar hafa skilað sínu áliti og er afrakstur þeirrar vinnu í eftirfarandi skjali. Sjá hér. Íbúafundi sem átti að vera nú í nóvember 2007 var frestað fram í janúar 2008 og þar til hann verður haldinn gefst íbúum sveitarfélagsins tækifæri til að bæta inn í skjalið ábendingum, hugmyndum og framtíðarsýn sinni til lengri eða skemmri tíma og senda til Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og kynningarfulltrúa á netfangið bjorg@borgarbyggd.is og mun þá vera tekið tillit til þeirra ábendinga við gerð endurnýjaðrar Sd21 skýrslu sem gefinn verður út í upphafi árs eftir að sveitarsjórn hefur farið yfir drögin og staðfest þau. Hér má sjá áætlanirnar fyrir Borgarfjarðarsveit og gömlu Borgarbyggð.
Mynd: Björg Gunnarsdóttir

Share: