Þrettándabrennan 2009

janúar 7, 2009
Á bilinu 300-400 manns fylgdust með Þrettándabrennu sveitarfélagsins á Seleyri í gær. Veðrið var stillt, en nokkuð mikil rigning allan tímann. Það hafði þó ekki áhrif á framkvæmdina hjá Björgunarsveitinni Brák sem stóð með sóma að brennunni, skemmtiatriðum og glæsilegri flugeldasýningu.
 
Örn Árnason fór með gamanmál og Steinunn Pálsdóttir kom fram ásamt nokkrum meðlimum Samkórs Mýramanna sem sungu áramótalög.
Ljósmyndir með frétt: Helgi Helgason
 
 

Share: