Þrettándabrenna 10. jan. kl. 20.00 á Seleyri

janúar 9, 2006
Nú gerum við aðra tilraun með að halda Þrettándabrennu en ekki tókst að kveikja í henni né halda flugeldasýningu vegna veðurs s.l. föstudagskvöld.
Kveikt verður í brennunni þriðjudagskvöldið 10. jan. kl. 20.00 og vonum við að veðrið verði bærilegt.
 
Það er Borgarbyggð í samvinnu við Björgunarsveitina Brák, Sparisjóð Mýrasýslu, Olís og Njarðtak sem standa fyrir brennu og flugeldasýningu á Seleyrinni fyrir íbúa sveitarfélagsins og gesti okkar.
Fjölmennum og fögnum saman nýju ári.
ij.
 

Share: