Haldin verður brenna og flugeldasýning á Seleyri á þrettándanum, laugardaginn 6. janúar, í samvinnu Borgarbyggðar og Björgunarsveitarinnar Brákar. Kveikt verður í brennunni kl. 18.00 og fyrir flugeldasýninguna mun sönghópur unglinga syngja nokkur jóla- og áramótalög undir stjórn og við undirleik Steinunnar Árnadóttur. Brennustjóri er Halldór Sigurðsson hjá HS Verktaki og flugeldasýningin er haldin með sérstökum tilstyrk Sparisjóðs Mýrasýslu.