Þorsteinsvaka í Landnámssetri

nóvember 15, 2019
Featured image for “Þorsteinsvaka í Landnámssetri”

Það var húsfyllir  í gær í Landnámssetri á Þorsteinsvöku, ljóða- og sagnakvöldi um Þorstein frá Hamri.

Þar komu eftirtalin fram: Guðrún Nordal, Ástráður Eysteinsson, Þórarinn Jónsson, Vigdís Grímsdóttir, Valdimar Tómasson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Theodór Kr. Þórðarson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. 

Ljóðafjársjóður Þorsteins frá Hamri, sem og skáldsögur hans og önnur verk, bera glöggt með sér að hann var einn mestur völundur íslensks máls fyrr og síðar. Félagið Arfur Þorsteins stóð fyrir kvöldinu í samvinnu við Landnámssetrið. Félagið stendur fyrir viðburðum í nafni skáldsins, einkum á ævislóðum hans í Borgarfirði en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Formaður þess er Guðrún Nordal.

Safnahúsið styður markmið félagsins um að minningu Þorsteins frá Hamri verði haldið á lofti með verðugum hætti og tekur forstöðumaður Safnahúss virkan þátt í starfsemi þess.

 

Frá Þorsteinsvökunni á Sögulofti Landnámsseturs. Vigdís Grímsdóttir les upp ljóð og segir frá kynnum sínum af Þorsteini

 


Share: