Þjónustukönnun í Borgarbyggð

júní 29, 2007
Eins og fram hefur komið hér á vef Borgarbyggðar, í fréttabréfi og víðar stendur nú yfir könnun á þjónustu sveitarfélagsins. Í byrjun júnímánaðar höfðu fulltrúar frá Capacent Gallup samband við 1.000 íbúa Borgarbyggðar í þeim tilgangi að bjóða þeim að taka þátt í þjónustukönnuninni. Alls samþykktu 653 íbúar að taka þátt og hafa fengið senda til sín spurningalista. Enn eiga þó nokkrir eftir að senda inn svörin sín og eru þeir hér með hvattir til að svara og senda spurningalistana til Capacent sem allra fyrst. Það er afar mikilvægt að fá sem mesta svörun til að könnunin nýtist sem best við að bæta þjónustu sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í ágúst.
 
Ljósmynd: Þorgerður Gunnarsdóttir.

Share: