Þjónusta sveitarfélagsins endurmetin

febrúar 18, 2008
Í tengslum við sameiningu sveitarfélaga í Borgarbyggð samþykkti Jöfnunarsjóður sveitarfélaga að veita Borgarbyggð styrk til þess að endurmeta þjónustu sveitarfélagsins í háskólaþorpunum á Bifröst og Hvanneyri sem og þjónustu þess almennt varðandi leik- og grunnskóla. Auk þess mun í tengslum við þetta verkefni sérstaklega verða skoðuð áhrif grunnskóla á byggðaþróun og byggðafestu í dreifbýli.
Nýverkið var gengið frá því að Guðlaugur Óskarsson skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar mun stýra þessu verkefni og mun hann hefja störf nú í sumar. Vegna þessa lætur Guðlaugur af störfum skólastjóra við Grunnskóla Borgarfjarðar frá 1. júlí n.k.
 

Share: