Tannvernd í Klettaborg

nóvember 26, 2013
Kristín Sigurðardóttir tannlæknir hefur nú skoðað öll börnin í Klettaborg og almennt er tannheilsa barnanna mjög góð. Hún gaf einnig foreldrum leiðbeiningar og góð ráð.
Verið er að undirbúa tannburstun sem byrjað verður á um áramót, þá verða öll börnin í Klettaborg tannburstuð eftir hádegismat. Embætti landlæknis útvegar tannbursta og tannkrem, auk þess sem hægt er leita til þeirra með ráðgjöf. Tannverndarþátturinn er hluti af verkefninu „Heilsueflandi leikskóli“ sem stýrt er af Embætti landlæknis og er Klettaborg einn af tilraunaleikskólum verkefnisins.
 
 

Share: