Tæming ruslatunna á staurum

júlí 27, 2017
Featured image for “Tæming ruslatunna á staurum”

Nokkur umræða hefur átt sér stað að undanförnu um að það komi fyrir að ruslatunnur á staurum séu ekki tæmdar nægjanlega oft. Það er mjög gott að fá slíkar ábendingar því öll viljum við halda umhverfi okkar snyrtilegu og að það sé okkur til sóma. Vinnureglan er sú að tunnurnar eru tæmdar á föstudögum og mánudögum. Vegna þess að ferðafólk notar þær mikið er reynt að tæma þær sitt hvoru megin við helgarnar þegar umferðin er mest. Stundum kemur fyrir að þær eru yfirfylltar og er þá reynt að bregðast við því eins og fært er. Starfsmenn áhaldahúss reyna að hafa auga með þeim svæðum sem fjölförnust eru til að geta brugðist við sem fyrst ef reglubundin tæmingaráætlun annar ekki þörfinni.


Share: