Í íþróttahúsinu verða opnaðar sýningar laugardaginn 29. Apríl kl.11.00 -Sýning á ljóðum eftir borgnesku ljóðskáldin Ásbjörn Jónsson, Egil Skallagrímsson, Finn Torfa Hjörleifsson og Jón Þ. Björnsson, sem sett hafa verið á glugga íþróttahússins og innilaugar. -Ljóð sem 5. Bekkur í Grunnskólanum hafa gert um bæinn sinn Borgarnes. -Frumflutt verður lag um Borgarnes, sem Kolfinna Dís Kristjánsdóttir og Sara Sól Guðmundsdóttir nemendur í 5.bekk hafa gert í tilefni af 150 ára afmælinu. -Verkin Hlaupaleiðir í Borgarnesi og Landslagsverk ( sem er unnið eftir hæðarlínum fjallanna í kringum Borgarnes), eftir Borgnesinginn Loga Bjarnason. -Einnig verður afhjúpað veggspjald um ólympíufarann Írisi Ingu Grönfeld