Breytingar á gámasvæði á Hvanneyri

apríl 27, 2017
Featured image for “Breytingar á gámasvæði á Hvanneyri”

Borgarbyggð mun í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands ráðast í breytingar og umfangsmikla tiltekt á gámavelli á Hvanneyri á næstu vikum, þar sem umgengnin hefur ekki verið góð, líkt og kunnugir þekkja.

Gámar fyrir almennt heimilissorp verða fjarlægðir, enda öll heimili með tunnur fyrir almennt heimilissorp og endurvinnsluúrgang auk þess sem  fyrirtæki eiga  að vera með samning um sorpþjónustu beint við verktaka. Gámarnir verða fjarlægðir  fyrir lok maí.

Gámar fyrir járn og timbur verða færðir til meðan á frágangi svæðisins stendur og fá að standa á svæðinu fram yfir hreinsunarátak í dreifbýli sem er alla jafna í júní.  Eftir það verða járn og timburgámar staðsettir á svæðinu tímabundið í tvær vikur að  vori og hausti.

Áfram verður hægt að komast með garðúrgang á svæðið og verður svæðið ætlað íbúum og þeim sem þurfa að losa sig við garðaúrgang af Hvanneyri.

Borgarbyggð vinnur að fækkun opinna gámasvæða vegna slæmrar umgengni og kostnaðar. Þörf fyrir opin gámasvæði hefur minnkað enda hefur tunnum fyrir óflokkaðan úrgang og endurvinnsluúrgang verið komið fyrir við öll heimili í þéttbýli og dreifbýli.  Gámastöðin í Borgarnesi er opin alla daga og unnið er að uppsetningu á mannaðri móttökustöð fyrir úrgang í Reykholtsdal.


Share: